Akrónámskeið

Akró-æfingar Æskusirkusins!

Sirkus Íslands býður upp á nýjar vikulegar æfingar fyrir hressa krakka sem vilja læra gólf-akróbatík, hópakró og handstöður.
Um er að ræða skemmtilegar og líkamlegar æfingar sem auka hreyfifærni, liðleika og styrk auk þess að efla samvinnu og traust innan hópsins. Akróbatík (acrobatics) má lýsa sem fimleikum með frjálsri aðferð og er góð undirstaða að öllum sirkusgreinum. Tímarnir henta krökkum sem finnst gaman að hreyfa sig og langar að takast á við skemmtilegar áskoranir.

Æfingarnar eru fyrir 11 – 15 ára og fara fram á Föstudögum kl. 16 – 18 í nýju húsnæði Primal Iceland í Faxafeni 12, sérhæfðu fyrir slíka iðkun.
Námskeiðið er 11 skipti og hefst 12.janúar. Verðið er 24.000kr fyrir önnina

Æskusirkusinn hefur haft vikulegar æfingar í fimleikadeild Ármanns um árabil og leitast nú við að auka við starfsemi sína.
Þetta námskeið er góð viðbót fyrir þá sem nú þegar æfa með Æskusirkusnum en er opið fyrir alla áhugasama.
Kennarar á námskeiðinu eru Jóakim Kvaran og Bjarni Árnason, sem útskrifuðust úr Codarts sirkusháskólanum í Rotterdam nú í vor.

Skráning fer fram á sirkus.felog.is (Námskeiðið heitir “Framhaldshópur – Aukatímar”)