Heima er best

Hefur þig einhvern tíma dreymt að þú gætir flogið?
Getum við raunverulega sigrast á þyngdaraflinu?
Hvað er í raun hægt að gera við æfingarbolta?

Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkuss Íslands. Grippl, húlla, loftfimleikar, einhjólalistir og svo margt fleira er sett saman svo úr verður sannkölluð sirkusupplifun. Öll tónlistin sem notast er við í sýningunni er íslensk svo útkoman er heimaræktaður íslenskur sirkus af bestu gerð.

Heima er best er fjórða og stærsta fjölskyldusýning Sirkuss Íslands og sú fyrsta sem sniðin er fyrir og sett upp í alvöru sirkustjaldi.