Sirkus Íslands hefur um nokkura ára skeið sett upp fullorðinssirkussýningar sem ganga undir nafninu Skinnsemi. Það er fátt skynsamlegt við Skinnsemi, en þar er stundum sýnt smá skinn. Næsta Skinnsemi verður í Iðnó milli jóla og nýárs og er miðasalan á tix.is.
Í Skinnsemi sleppir sirkusfólkið fram af sér beislinu og segir alla brandarana sem henta ekki á fjölskyldusýningunum. Fullorðinshúmor og sirkuslistir fléttast saman á óvæntan hátt svo úr verður algjör veisla. Í ár verður sýningin sýnd aðeins tvisvar sinnum, 27. og 28. desember í Iðnó. Það er meira en ár síðan sirkusfólkið fékk að leika lausum hala á Skinnsemi og er spenningurinn i hópnum mikill. Við munum eingöngu sýna ný atriði og við hlökkum til að sjá ykkur.
Hér fyrir neðan eru svipmyndir frá gömlum Skinnsemisýningum.