Um okkur

Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan haustið 2007 og verið meðlimur í sjálfstæðu leikhúsunum frá 2009.
Sirkusinn samanstendur af fjölbreyttum hópi hæfileikaríks fólks á ýmsum sviðum sirkuslista sem sameinar krafta sína undir stjórn Lee Nelson.
Sirkus Íslands er sjálfstætt starfandi sirkus sem hefur það að markmiði að gera sirkus sýnilegri og aðgengilegri á Íslandi.
Sirkusinn leggur metnað sinn í að fá reglulega erlenda þjálfara til landsins til að auðga þekkingu og færni hópsins ásamt því sem hann hvetur og styður meðlimi til að sækja námskeið erlendis.

Sirkus Íslands hefur staðið að mörgum sýningum frá stofnun og skemmt landanum síðustu ár á hinum ýmsu uppákomum.
Janúar 2009 stóð sirkusinn fyrir sinni fyrstu sjálfstæðu sýningu „Stórasti Sirkus Íslands” í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Mars 2010 frumsýndi sirkusinn nýja sýningu „Sirkus Sóley” í Salnum, Kópavogi og síðar í Hofi á Akureyri og í Tjarnarbíó.
Júlí 2011 var þriðja sýningin frumsýnd  ,,Ö Faktor” í Tjarnarbíó. Sumarið 2013 var Sirkus Íslands hluti af skandínavísku sirkushátíðinni ´Volcano´ í Vatnsmýrinni.
Sirkusinn stóð fyrir tveimur sýningum á hátíðinni, fjölskyldusýningunni ´Heima er best´ og barnasýningunni ´S.I.R.K.U.S.´ sem slógu algerlega í gegn, þar sem uppselt var á allar okkar sýningar og komust færri að en vildu.

Í kjölfar hátíðarinnar fór sirkusinn í fjáröflun með Karolina fund til þess að safna fyrir sínu eigin sirkusstjaldi.
Þjóðin stóð okkur þétt að baki, við náðum takmarki okkar og hæsta fjárhæð sem safnast hefur hjá Karolina fund tryggði sirkusnum eigið sirkustjald.
Árið 2014 verður því stórt ár fyrir Sirkus Íslands þar sem hann eignast sitt eigið sirkustjald og fyrirhugar að fara á flakk um landið með sýningar sínar.
Í fyrsta sinn eignast Ísland sinn eigin farandssirkus. Fylgist vel með!
LIFI SIRKUS!