Sirkusskólinn gékk vonum framar hjá okkur í sumar og var nánast fullt á öll námskeið sumarsins.
En námskeiðin voru haldin í júní og júlí.
Hver nemendahópur var hjá okkur í 5 daga, 4 tíma á dag og fleygði þeim fram í hinum margvíslegu tæknum sirkussins. Nemendur lærðu allt frá því að halda jafnvægi á hlutum í að sýna listir sínar í háloftunum í loftfimleikum. Í ár var mestur áhuginn á loftfimleikum þar sem nemendur lærðu bæði grunninn í silki og í rólu.
Hverju námskeiði lauk með sýningu nemenda þar sem þau buðu vinum og vandamönnum til að sjá hvað þau höfðu lært og að sýnngu lokinni gafst þeim kostur á að kenna sínu fólki einfalda hluti sem þau voru komin með góð tök á.
Sirkusskólinn var einnig á örlitlum faraldsfæti í sumar þar sem hann var með kennslu á nokkrum vorhátíðum Grunnskólanna, á 17. juni á Ingólfstorgi, á hátíðinni Eldur í Húnaþingi og síðan verður skólinn á Kántrýdögum á Skagaströnd um miðjan águst.