• Skinnsemi

    September 25, 2012

    Næsta sýning verður 20.október í iðnó

    ENGLISH VERSION BELOW –
    Fyndið, fullorðins, frábært – aðeins eitt kvöld!

    “Ég mæli heils hugar með þessari kvöldstund í félagsskap hálfnakins fólks sem fettir sig og brettir á ögrandi og siðferðislega vafasaman hátt. Blygðunarkennd mín naut kvöldsins til fullnustu.”
    Atli Freyr Steinþórsson, útvarpsþulur og bóhem

    Sirkús Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkúsinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir fullorðna. Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fulorðinssirkúskvöld sem kallast Skinnsemi – því þar er oft sýnt svo mikið skinn. Sýningin er kabarettsýning með sirkúsívafi og fullorðinshúmor. Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum.Við byrjuðum á Bakkusi og sprengdum húsnæðið utan af okkur, síðast vorum við í Þjóðleikhúskjallaranum og færri komust að en vildu – nú verðum við í Iðnó!Aðgangseyrir er 2000 krónur. Húsið opnar kl. 22:00Fleiri umsagnir áhorfenda:
    “Þetta var miklu meira en skemmtilegt. Ég er hér með komin í harðkjarnahóp aðdáenda.”
    Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur“Djöfull var þetta gaman, ég gat ekki sofnað í 3 daga útaf hláturskrömpum og harðsperrum í brosvöðvunum”
    Hörður Sveinsson, ljósmyndari

    “Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég mætti á fyrsta sirkusinn. 2000 kall er gefins fyrir sterasprautu í hláturtaugarnar. Má ég borga meira?”
    Guðrún Inga Torfadóttir, lögfræðingur

    “Þetta kvöld var stórsnilld. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið að berrössuðu fólki. Af hverju eru ekki fleiri að gera svona sniðugt?”
    Jón Eðvald Vignisson, internetprins og plötusnúður

    ______________

    The Icelandic Circus has entetained families for quite some time now, and in 2011 we wanted to see if we culd make a show only for adults. Now we have regular adult circus evenings. The show is a mix of cabaret, circus, burlesque, variety and vaudeville.

    Admission is 2000 IKR. Doors open at 22:00