• Jóakim og Bjarni í sirkusskóla

    August 27, 2013

    Það er raunveruleg framtíð í sirkuslífi á Íslandi.
    Við eigum nú þegar nokkra lærða sirkuslistamenn og um 20 manns vinna hjá sirkusnum.
    Að auki eru þrír meðlimir Sirkuss Íslands í sirkusnámi á háskólastigi í Hollandi,
    Þau Eyrún, Jóakim og Bjarni. Hvert og eitt þeirra er að sérhæfa sig í sinni list.
    Það er sirkusfrábært fyrir sirkuslíf landsins,
    við höldum bara áfram að vinna okkur upp á við og næsta skref er að eignast okkar eigið sirkustjald.
    Þannig getum við tryggt framtíð Sirkusins á Íslandi.
    Við verðum líka að geta boðið spenglærðu meðlimum okkar uppá ásættanlega aðstöðu þegar þau snúa aftur úr námi.
    Sirkus---Sýning-2-057