Daníel Hauksson sirkusmaður er langt kominn í blöðrusmíði og getur gert allskonar fígúrur og fallega hluti úr blöðrum.
Hann hefur verið að vinna með blöðrur síðastliðin 3 ár og hefur skemmt mörgum með blöðrusnúningum og pumpubröndurum.
Nýlega hefur hann verið að búa til kjóla einungis úr blöðrum sem eru að vekja mikla lukku.
Afhverju blöðrur? Ég er hrifinn af öllum litunum, að það sé hægt að gera allskonar úr þeim og það gerir þær soldið spennandi að þær geta sprungið.
Hverning byrjaðiru með blöðrurnar? Ég man ekki afhverju en ég prófaði að kaupa poka af blöðrum og pumpu fyrir um 3 árum og hef síðan ekki getað hætt.
Hvað stefniru á að gera í framtíðinni? Það er nokkur áhugi á kjólunum sem ég er að gera svo ég verð eitthvað í því, ég er í tilraunastarfsemi með að gera stóra skúlptúra.
Hverning læriru það sem þú gerir? Mikið er af internetinu, ég fékk mér líka nokkrar bækur en núna læri ég mest af því að skoða myndir af annara verkum og reyni að gera eins.
Hver er drauma blöðruverkefnið? Mig langar að gera risastórann og vel gerðan dreka, jafnvel fylla hann af helium og láta hann svífa.
Er hægt að ganga um í blöðrukjólunum? Já þeir skerða nánast ekkert hreyfingar en sumir eru ekki hentugir til að setjast niður.
Það er hægt að sjá það sem hann er að gera með að smella hér.