• Eyrún er komin heim!

    December 5, 2016

    Eyrún Ævarsdóttir er einn af stofnmeðlimum Sirkus Íslands. Hún hóf nám í hinum virta listaskóla Codarts í Rotterdam haustið 2013 og útskrifaðist síðastliðið vor. Lokaritgerð hennar fjallaði um sirkusmenninguna á Íslandi og Íslendinga sem höfðu starfað við fjölleikahús í tímans rás.

    eyrun 1

     

    Eyrún sérhæfir sig í loftfimleikareipi en hún er líka góð í langflestu öðru, hvort sem það er uppi í lofti eða á gólfi. Í fyrstu sýningu Sirkus Íslands, Stórasti Sirkus Íslands ( 2009) var  hún trúður, en í þeirri næstu, Sirkus Sóley (2010) hafði hún flutt sig yfir í loftfimleikana. Í sumar- og jólafríum hefur hún komið fram með Sirkus Íslands.

    Það er gríðarlegur fengur  að fá Eyrúnu heim og fá að njóta hæfileikanna hennar. Vorið 2017 útskrifast svo tveir stofnmeðlimir sirkusins úr sama skóla, þeir Bjarni Árnason og Jóakim Meyvant Kvaran.