Á dögunum kom Sirkus Íslands fram í gríðarlega flottri veislu í Listasafni Reykjavíkur þar sem var norðurljósaþema. Við minnum á að við erum á fullu að raða upp árshátíðarbókunum. Við bjóðum upp á alls konar sem hentar inní ýmis rými og getum lagað okkur að hvaða þema sem er. Skemmtiatriði, eldur fyrir utan, persónur milli gesta… Ekki hika við að hafa samband við okkur með hugmyndir eða til að fá hugmyndir. Tölvupóstfangið okkar er samband@sirkusislands.is.