Sirkus Íslands býður stór og smá skemmtiatriði fyrir hverskonar uppákomur.
Hvort sem um er að ræða fjölskylduskemmtun, hátíð, ráðstefnur eða árshátíð þá kunnum við að skapa skemmtilega stemmningu og hrista upp í mannskapnum. Ef ykkur langar að bjóða upp á nýja ferska og skemmtilega þá er sirkus svarið.
Við höfum upp á að bjóða fjöldan allan af úrvals sirkus atriðum, fljótandi atriðum, manngerðum styttum, og sirkus kennslu fyrir stóra sem smáa hópa.
Hér eru nokkrar hugmyndir af því sem við getum gert, en þessi listi er auðvitað ekki tæmandi þar sem við erum alltaf að bæta við okkur.
Atriði sem flott eru á sviði og kitla hláturstaugarnar:
Atriði á sviði af ýmsum toga frá 3 mín upp í 1 klst að lengd. Allt eftir samkomulagi og viðburðinum þínum. Mjög flott og fjölbreytt atriði, grippl, loftfimleikar af ýmissi gerð, húllahopp, einhjólaatriði, grínatriði ofl ofl. Erum fær í að sníða okkur að þínum þörfum. Hafðu samband!
Sirkusskóli:
Við tökum að okkur hóp- eða einkatíma í sirkuskennslu. Þá mætum við með dótakassann okkar sem er stútfullur af skemmtilegum sirkusgræjum og kennum börnum eða fullorðnum frábærar sirkuskúnstir. Kemur mjög vel út þegar þarf t.d. að hrista saman hópa, gleðja starfsfólk á starfsdögum fyrirtækja eða börn og unglinga á þemadögum skóla, sem vikuleg viðbót í skólastarf osfrv.