Sumarskóli í Laugardal byrjar um miðjan júni Sirkus Íslands býður upp á 5 daga sirkusnámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. Námskeiðið kennir grunntæknina í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem jafnvægislistum, línudansi, gripli (“juggling”), loftfimleikum, húllahoppi og fleira. Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft […]
Meira...Sirkus Íslands reisir sirkustjaldið Jöklu í sumar og verður með þrjár nýjar og stórskemmtilegar sýningar á dagsskrá. Þær eru: glænýja fjölskyldusýningin Róló, hin krassandi en sívinsæla fullorðinssýning Skinnsemi, uppfull af nýjum atriðum og hin ljúfa barnasýning Litli sirkus sem er hugsuð fyrir yngstu sirkusgestina. Tjaldið rís á Klambratúni í Reykjavík og verður Róló frumsýnd með […]
Meira...Á dögunum kom Sirkus Íslands fram í gríðarlega flottri veislu í Listasafni Reykjavíkur þar sem var norðurljósaþema. Við minnum á að við erum á fullu að raða upp árshátíðarbókunum. Við bjóðum upp á alls konar sem hentar inní ýmis rými og getum lagað okkur að hvaða þema sem er. Skemmtiatriði, eldur fyrir utan, persónur milli […]
Meira...Sirkus Íslands hefur um nokkura ára skeið sett upp fullorðinssirkussýningar sem ganga undir nafninu Skinnsemi. Það er fátt skynsamlegt við Skinnsemi, en þar er stundum sýnt smá skinn. Næsta Skinnsemi verður í Iðnó milli jóla og nýárs og er miðasalan á tix.is. Í Skinnsemi sleppir sirkusfólkið fram af sér beislinu og segir alla brandarana sem […]
Meira...Brian Pilkington gerir púsl á hverju ári með íslensku jólasveinunum. Í ár sótti hann innblástur til Sirkus Íslands, enda eru báðir synir hans, þeir Daniel og Óskar, og tengdadóttir, Björg, í Sirkus Íslands. Litla trúðahjólið okkar er extra-krúttílegt þarna vinstra megin.
Meira...Eyrún Ævarsdóttir er einn af stofnmeðlimum Sirkus Íslands. Hún hóf nám í hinum virta listaskóla Codarts í Rotterdam haustið 2013 og útskrifaðist síðastliðið vor. Lokaritgerð hennar fjallaði um sirkusmenninguna á Íslandi og Íslendinga sem höfðu starfað við fjölleikahús í tímans rás. Eyrún sérhæfir sig í loftfimleikareipi en hún er líka góð í langflestu öðru, […]
Meira...Sirkus Íslands safnar nú fyrir öðru sirkusferðalagi sínu. Við höfum áður safnað fyrir sirkustjaldinu okkar á þessum vettvangi – og nú viljum við halda áfram sirkusævintýrinu sem hófst fyrir alvöru í fyrra og sýna á fleiri stöðum. Allir sem styrkja ferðalagið fá miða á sirkussýningu að eigin vali og er því um óbeina forsölu að ræða. Með […]
Meira...Fyrsta íslenska sirkussumarið er búið – 104 sýningum síðar. Ó, hvað við erum þreytt, en mikið erum við glöð og þakklát. Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi, líkamlega og andlega…. en gleðin flýtur ofan á. Takk fyrir að trúa á okkur, takk fyrir að styrkja tjaldkaupin, hlæja að okkur og klappa. Án áhorfenda […]
Meira...Síðastliðið sumar efndi Sirkus Íslands til söfnunar á vefnum Karolinafund til að eignast eigið sirkustjald. Þjóðin var jafnspennt og trúður í tertubúð – og söfnuðust sex og hálf milljón. Sirkusinn lagði svo fram meira en tvöfalda þá upphæð til að kaupa tjaldið. “Það var ótrúlega gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni og frábært […]
Meira...Seinnipart 2013 fórum við að undirbúa ný heimsmet sem við svo settum, hér má sjá afraksturinn. 3-high vínberjaát heimsmet. Húlla Heimsmet
Meira...