Blöðrudýr og andlitsmálning

Í sirkusnum eru nokkrir blöðrulistamenn og andlitsmálarar sem taka að sér að koma á hátíðir, afmæli og fleira til að hnýta blöðrudýr eða mála andlit.

Það er ekki bara gaman að sjá full-snúin blöðrulistaverkin, einnig er skemmtilegt að fylgjast með listamanninum hnýta blöðrurnar saman á óskiljanlegan hátt.
Mikill metnaður er lagður í andlitsmálninguna og börn sem fullorðnir breytast í hinar ýmsu kynjaverur eins og töfrum hafi verið beitt.
Litirnir sem eru notaðir eru ofnæmisprófaðir, nást auðveldlega af og innihalda engin bönnuð para­ben efni.

Frábær viðbót við flotta hátíð, þar sem allir geta fengið furðuverk að eigin ósk.

Smelltu hér til að senda okkur fyrirspurn.