Ö-Faktor

Þessi fjölskyldusýning er í anda hæfileikaþáttanna sem eru vinsælir í sjónvarpi þar sem listamennirnir keppast um að ná hylli dómara og áhorfenda með ótrúlegum sirkus brögðum. Sýningin Ö- Faktor er stútfull af akróbötum, liprum loftfimleikum, einstökum áhættuatriðum, brjáluðum búningum og hárbeittum húmor – auk þess sem einstæðar mæður húlla, ofurhugar leika listir sínar og staurblindir dansa.

Ö-Faktor er þriðja fjölskyldusýningin sem Sirkus Íslands setur upp.