Vetrarnámskeið

Á veturnar stendur Sirkus Íslands fyrir æskusirkus fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Þar fá börnin tækifæri til þess að læra hinar ýmsu sirkuskúnstir svo sem loftfimleika, “juggling”, jafnvægiskúnstir, húlla og fleira og fleira.
Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda. Miðað er við að allir nái árangri og hverjum og einum er mætt á þeirra getustigi.
Kennt er í Ármanni, Engjateigi 7, Laugardal á sunnudögum klukkan 11-14 (13-16 fyrir framhaldsdeild) og byrjar önnin í september
Skipt er í tvær deildir, grunndeild og framhaldsdeild.
Verðið er 45.000kr fyrir önnina, skráning fer fram á sirkus.felog.is