Leik og grunnskólar

Vantar ekki frábært atriði fyrir sumarhátíðina?
Sirkus Íslands er með æðisgengin sirkusatriði sem slegið hafa í gegn, ár eftir ár hjá leikskólum og skólum borgarinnar og nærsveita.
Tveir hressir sirkuslistamenn mæta með glens, grín og ótrúleg sirkusbrögð. Atriðin eru sýnd utandyra og eru um 25 mín að lengd.
Engar áhyggjur þó sirkusinn hafi komið áður til ykkar, við erum með þó nokkur atriði á okkar snærum.
Sýningarnar eru sérsniðnar fyrir börnin þó foreldrar njóti svo sannarlega líka.

Smelltu hér til að senda okkur fyrirspurn.