Sirkus Íslands býður upp á 5 daga sirkusnámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára.
Námskeiðið kennir grunntæknina í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem jafnvægislistum, línudansi, gripli (“juggling”), loftfimleikum, húllahoppi og fleira.
Lögð er áhersla á gleði, fagmennsku og öryggi iðkenda með reyndum þjálfurum sem hafa æft og kennt sirkuslistir í áraraðir.
Miðað er að því að allir nái árangri og komið er til móts við getustig hvers og eins.
Kennt er í Ármanni Engjavegi 7, Laugardal.
Tímabil námskeiða og kostnaður:
11.júni – 15.júní | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. |
26.júní – 29.júní | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. (4 dagar) |
2.júlí – 6.júlí | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. |
9.júlí – 13.júlí | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. |
16.júlí – 20.júlí | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. |
7.ágúst – 10.ágúst | kl.9:00 – 13:00 16.000 kr. (4 dagar) |
13.ágúst – 17.ágúst | kl.9:00 – 13:00 19.000 kr. |
Hægt er að hafa samband hér fyrir frekari upplýsingar.