• Sirkussumar framundan!

    May 24, 2017

    Sirkus Íslands reisir sirkustjaldið Jöklu í sumar og verður með þrjár nýjar og stórskemmtilegar sýningar á dagsskrá.

    Þær eru: glænýja fjölskyldusýningin Róló, hin krassandi en sívinsæla fullorðinssýning Skinnsemi, uppfull af nýjum atriðum og hin ljúfa barnasýning Litli sirkus sem er hugsuð fyrir yngstu sirkusgestina.

    Tjaldið rís á Klambratúni í Reykjavík og verður Róló frumsýnd með pompi og prakt fimmtudaginn 6. júlí. Um Verslunarmannahelgina höldum við austur á Selfoss og verðum staðsett þar 3. – 13. ágúst. Síðustu viku sirkussumarsins komum við aftur til Reykjavíkur og ljúkum sumrinu á Klambratúni 13.-20.ágúst.

    Miðasala hefst mánudaginn 29. maí og fer fram á www.tix.is.