• Sirkussumar 2015

  March 12, 2015

  Sirkus Íslands safnar nú fyrir öðru sirkusferðalagi sínu. Við höfum áður safnað fyrir sirkustjaldinu okkar á þessum vettvangi – og nú viljum við halda áfram sirkusævintýrinu sem hófst fyrir alvöru í fyrra og sýna á fleiri stöðum. Allir sem styrkja ferðalagið fá miða á sirkussýningu að eigin vali og er því um óbeina forsölu að ræða. Með þessari söfnunarleið fá styrkjendur ódýrari miða en í almennri miðasölu.
  Við munum koma fram þessum stöðum:
  2. – 5. júlí: Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
  9. – 12. júlí: Reykjavík
  16. – 19. júlí: Húnavaka á Blönduósi
  23. – 26. júlí: Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
  30. júlí – 3. ágúst: Síldarævintýrið á Siglufirði
  7. – 23. ágúst: Reykjavík

  Nánari upplýsingar og miðasala hér.