• Tjaldferð tóks vel

  September 1, 2014

  Fyrsta íslenska sirkussumarið er búið – 104 sýningum síðar.
  Ó, hvað við erum þreytt, en mikið erum við glöð og þakklát.
  Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi, líkamlega og andlega…. en gleðin flýtur ofan á.
  Takk fyrir að trúa á okkur, takk fyrir að styrkja tjaldkaupin, hlæja að okkur og klappa.
  Án áhorfenda væri enginn sirkus. Takk fyrir sumarið og takk fyrir allt, í bili.
  Nú tekur við (örlítið) frí og innan skamms hefst vetrarstarf sirkusins, með námskeiðum og giggum ýmis konar.
  Sjáumst næsta sumar í Jöklu!
  Bestu kveðjur,
  Nick, Eyrún, Jóakim, Bjarni, Harpa, Sindri, Daði, Margrét, Maísól, Kári, Axel, Matthias, Róbert, Nadia, Lee, Þórdís, Daníel, Kristinn, Nonni, Unnur, Kaktus og Arnar.